Forríkur og gjaldþrota

Punktar

Jón Ásgeir Jóhannesson átti minnst 3,2 milljarða króna í innistæðum í London fimmtán dögum fyrir bankahrun. Kemur fram í tölvupósti frá Glitni. Þá voru eigur í London metnar á tæpa tíu milljarða. Fyrir dómstóli gefur hann aðeins upp lítið brot, 0,2 milljarða. Skilanefnd Glitnis telur, að hann hafi komið undan þremur milljörðum. Sé forríkur, þótt hann sé gjaldþrota. Skilanefndin reynir að kyrrsetja eignir Jóns Ásgeirs og komast yfir þær, en gengur hægt. Einkum reynir Jón Ásgeir þó að hindra, að úr réttarhaldinu í London birtist viðkvæmar upplýsingar í íslenzkum fjölmiðlum. Gat þó ekki lokað þinghaldinu.