Margir urðu fyrir miklu tjóni í hruninu. Sumir misstu allt sitt, sumir vinnu og aðrir eignir. Aldraðir og öryrkjar töpuðu miklu. Sömuleiðis námsmenn og skuldarar hárra húsnæðislána. Allt má kalla þetta forsendubrest, ef menn vilja. Engir 300 milljarðar af almannafé finnast til að leiðrétta tjón bara eins hópsins. Samt trúðu skuldarar íbúðalána, að það væri hægt. Framsókn lofaði meira gullregni en sem nemur öllum samanlögðum loforðum pólitíkusa frá upphafi fullveldis. Hafa má kosningarnar til marks um pólitíska heimsku fjölmargra og ósvífni vinsælasta bófans í pólitíkinni um þessar mundir.