Þrjár spunakerlingar lofa Árna Pál Árnason í Fréttablaðinu í dag. Gefa sér sem forsendu, að ekki sé hægt að koma stjórnarskránni í gegn á þessu þingi. Aldrei hefur verið sýnt fram á það. Ekki er hægt að fullyrða slíkt án þess að sýna dæmi um, að einhverjir stjórnarliðar hyggist svíkja lit. Hefur ekki verið gert enn. Málið batnar ekkert við, að þrjár spunakerlur endurtaki í síbylju, að ekki sé hægt að koma málinu í gegn. Verða fyrst að sýna fram á dæmi um það. Greinar Ólafs Þ. Stephensen, Margrétar S. Björnsdóttur og Bryndísar Hlöðversdóttur eru dæmi um lélegan spuna í veruleikafirrtu rúmi.