Forsendur úr fortíðinni

Punktar

Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn kennir stóriðjuæði og stórvirkjanaæði að nokkru um hrun landsins. Langsótt er að leita til fortíðar til að finna sökudólg. Sjóðurinn gæti eins kennt Framsókn um hrunið eða Valgerði Sverrisdóttur, þáverandi orku- og álráðherra. Engin svört fortíð gat þó þvingað núverandi ríkisstjórn til að renna sér fótskriðu út í hrunið. Það er núverandi skortur á eftirliti og aðhaldi, sem olli hruninu. Núverandi ríkisstjórn hunzaði aðvaranir mánuðum og misserum saman eins og rækilega hefur verið kortlagt. Það bætir ekki stöðu hennar að flytja sök yfir á forsendur úr fortíðinni.