Engir tveir álitsgjafar virðast sammála um, hvað Ólafur Ragnar Grímsson hafi sagt í áramótaávarpinu. Boðaði hann endalok forsetatíðar sinnar? Var hann að sníkja undirskriftasöfnun um framboð? Sumir virðast hafa haft ýmsar skoðanir á þessu á ýmsum stöðum í ræðunni. Forsetinn talaði nefnilega út og suður að venju. Við þurfum tæpast álitsgjafa eða stjórnmálafræðinga til að útskýra hann. Fremur þurfum við málfræðinga eða íslenzkufræðinga. Hversu óskýrt er hægt að fjölyrða til að niðurstaðan verði sú, sem hverjum áheyranda þóknast? Getur Ólafur Ragnar Grímsson sem mesta véfrétt landsins ekki orðið biskup?