Falsarar IceSave áskorunarinnar lugu, að Creditinfo sannreyndi útkomuna. Creditinfo segir það fjarstæðu. Það samkeyri bara kennitölur við þjóðskrá. En staðfesti ekki, að falsararnir hafi ekki hlaðið inn nöfnum og kennitölum úr öðrum skrám. Áður lugu þeir, að áskorunin væri eftir forskrift Indefence, sem sá um atkvæðagreiðsluna í fyrra. Munurinn er þó sá, að fólk getur ekki tékkað nöfn sín núna, en gat það þá. Fyrst lugu falsararnir, að óvinir hefðu hakkað áskorunina, en það voru bara þeir sjálfir. Því verður mikil hamingja í fyrramálið á Bessastöðum, þegar forseti Íslands fagnar komu falsaranna.