Forsetinn í felum

Punktar

Forseti Íslands er týndur. Fyrirspurnir um dvalarstað hafa engan árangur borið. Flugufregnir herma, að hann sé kominn til landsins. Var þó í morgun ekki orðinn aftur handhafi forsetavalds eftir Þýzkalandsferðina. Píratar óttast, að handhafar forsetavalds, Bjarni Ben, Einar Kr. Guðfinns og Markús Sigurbjörnsson, muni samþykkja lækkun auðlindarentu kvótagreifa. Muni ekki vísa henni til þjóðaratkvæðis. Stjórnarandstaðan heldur því uppi málþófi á alþingi meðan verið er að leita að forsetanum. Kannski er hann með feluleik að bægja frá sér kaleik þjónustunnar við raunverulega eigendur ríkisins.