Forsetinn nálgast sigur

Punktar

Þeim óákveðnu fækkar í könnunum um forsetaefnin. Bilið milli Ólafs Ragnars og Þóru minnkar ekki og aðrir frambjóðendur falla meira og meira í skugga þeirra. Óhætt er að fullyrða, að Herdís og Ari Trausti séu orðin vonlaus og að Þóra sé orðin vondauf. Fylgi Ólafs er meira en ég hafði reiknað með. Það verður fremur yfir 40% heldur en undir 40% og nægir honum til sigurs. Framboð Þóru reyndist að vísu nokkuð magnað, en ekki nógu öflugt, þegar til kastanna kom. Dorrit er sterkari maki en Svavar og IceSave er í hugum fólks stærra mál en kenning Ólafs Ragnars um eðlislæga ofurhæfni útrásarbófanna.