Hrifningin á framboði Guðna Ágústssonar fjaraði út, þegar spunamenn flokksins áttuðu sig á fortíð hans. Þingmál, þingræður og aðrar skjalfestar heimildir sýna eindregna óbeit á Reykjavík og Reykvíkingum allan feril hans í pólitík. Unnt væri að velta upp möguleikum á endurnýtingu hans í afskekktum kjördæmum, en ekki í höfuðborginni. Skrif á bloggi og fésbók um fortíðarvanda leiddu til nánari skoðunar. Hún sýndi of kolsvarta fortíð fyrir framboð í Reykjavík. Það hefði vakið almenna reiði í borg. Að baki friðarstóls skemmtikrafts vomaði skjalfest fortíðin. Hún drap framboðið, en ekki sendiboðar válegra tíðinda.