Nokkrum sinnum hef ég vakið athygli á, að Samfylkingin er hrunflokkur, sem ber fulla ábyrgð á hruninu. Hún komst til valda árið 2007 og fékk meira að segja bankaráðherrann í ríkisstjórninni. Hefði hún stungið við fótum árin 2007 og 2008, hefði hún hæglega getað sparað ríkinu helming tjónsins. Sparað svona 500 af 1000 milljörðum, sem lentu á herðum ríkis og skattgreiðenda. En Samfylkingin reyndist hrak og bankaráðherra auli, sem vissi hvorki í þennan heim né annan. Ítrekun þessarar staðreyndar fer í taugar Samfylkingarfólks, sem afneitar hruninu. Og verður lamið með staðreyndinni fyrir kosningarnar.