Fortíðarþrá lagatækna

Punktar

Sérfræðinefnd lagatækna spillti frumvarpinu að stjórnarskrá. Dró úr rétti og valdi fólksins í 14., 15. og 16. grein. Vill ekki þvinga kerfið til að hafa gögn opin almenningi á netinu, með þröngt skilgreindum undantekningum. Vill enn hugsa um gögn, sem séu eitthvað á pappír, er fólk þurfi að biðja um að fá. Það er efnisleg breyting, en ekki tæknileg. Lagatæknar geta ekki hugsað sér opna stjórnsýslu, þar sem fólk sér sömu gögn og innvígðir og innmúraðir. Sérfræðinefndin er því miður forn í hugsun. Hún hefur að þessu leyti farið út fyrir verksvið sitt og reynir að draga úr upplýsingarétti þjóðarinnar.