Okkur er fyrirmunað að skilja vanda bankanna. Enn eru skipaðir bankastjórar í samráðshóp um efnahagsmál. Enn er kallað í forstjóra greiningadeilda banka til að gefa álit um fjármál í fjölmiðlum. Enn amast of fáir við aðgerðaleysi stjórnvalda gegn eindregnum brotavilja í fordæmismálum. Við þurfum að afnema bankaleynd, því gegnsæi veitir glæfrafólki nauðsynlegt aðhald. Afnema alla ríkisábyrgð á bönkum. Banna samkrull viðskiptabanka og fjárfestingarbanka. Banna sukk í rekstri yfirstéttar bankanna. Fá siðfræðinga í bankaeftirlit og fjármálaeftirlit. Fortíðin í bönkunum er enn á fullu fjórum árum eftir hrun.