Fortíðin er forboðin bók

Punktar

Merkilegt er, hvað Japanir eiga erfitt með að horfast í augu við fortíð Japans sem stríðsglæparíki. Þjóðverjar eru fyrir löngu búnir að taka á sínum vanda og skilja við hann á leið sinni fram eftir vegi. Japanir halda hins vegar áfram að falsa kennslubækur. Og forsætisráðherra þeirra, Junikiro Koizumi, fer hvað eftir annað til helgistaðar, þar sem heiðruð er minning stríðsglæpamanna. Vegna þessa vanda stytti kínverskur ráðherra heimsókn sína til Japans um daginn, neitaði að hitta Koizumi og fór heim. Japanir geta ekki lengi haldið áfram að haga sér svona í nútímanum.