Á vefsíðu Framsóknar er fortíðin skyndilega horfin. Ekkert er þar lengur að finna eldra en frá marz 2009. Strikað er út minnisstætt grobb Framsóknar út af 90% lánunum, sem tröllriðu þjóðfélaginu. Framtak flokksins varð til, að fólk reisti sér hurðarás um öxl og getur ekki borgað lánin. Því er eðlilegt, að Framsókn vilji núna afskrifa þessa dauðasynd sína. Framsókn ætti auðvitað sjálf að borga brúsann. Gallinn er, að skattgreiðendur verða látnir gera það, þegar millispilið um “hrægammasjóðina” og lífeyrissjóðina hefur gengið sér til húðar. Aldrei er Framsókn of sein að strika út glæsta fortíð sína.