Fossdalsskarð

Frá Ormsstöðum í Breiðdal um Fossdalaskarð til þjóðvegar 96 í Stöðvarfirði.

Algengara var að fara um Timburgatnaskarð litlu norðvestar milli Timburgatnatinda.

Förum frá Ormsstöðum norðnorðaustur með Brunnlækjargili á fjallið vestan við Fanndalsfjall. Þegar upp er komið beygjum við til austnorðausturs í Fossdalsskarð í 660 metra hæð. Þaðan förum við norðaustur og niður í Fossdal meðfram Fossá. Í brekkunum sameinumst við leiðinni um Fanndalsskarð. Að lokum förum við austur láglendið að þjóðvegi 96 í Stöðvarfirði.

6,4 km
Austfirðir

Mjög bratt

Nálægar leiðir: Gunnarsskarð, Fanndalsskarð, Stöðvarsskarð.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Breiddalur.is