Fossheiði

Frá Tungumúla í Hagavaðli um Fossheiði upp á Miðvörðuheiði við Vegamót.

Hér varð slys á nítjándu öld, þegar menn voru að flytja bát yfir heiðina frá Fossi til Barðastrandar. Þeir villtust og fóru fram af björgum.

Förum frá Tungumúla til vestnorðvesturs um klettahjallann Leikvöll sunnan í Tungumúlafjalli. Síðan yfir Geitaá ofan Sjónarhóls og um Geitamúla og Aronslautir norðnorðvestur á Fossheiði vestan í Tungumúlafjalli og inn á Miðvörðuheiði við Vegamót suðaustan við Mjósund. Þar komum við inn á leið frá Krossi í Hagavaðli um Mjósund til Fossfjarðar í Arnarfirði.

6,8 km
Vestfirðir

Nálægar leiðir: Mjósund, Miðvörðuheiði, Lækjarskarð, Hagavaðall.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort