Fossnes

Frá Laxárdal um heiðaveg að Fossnesi í Gnúpverjahreppi.

Var áður þjóðleið, en nú er oftast farið með þjóðvegi miklu vestar.

Förum frá Laxárdal með þjóðvegi 329 í Skáldabúðir. Þaðan förum við sunnan túngirðingar suðsuðaustur um heiðina, vestan við Vörðuása. um Stóra-Skyggni, yfir Tungá, hjá eyðibýlinu Ásaseli og austan við Brúnir og Stekkjarás að Fossnesi.

5,5 km
Árnessýsla

Nálægir ferlar: Laxárdalsvað, Kaldbaksvað, Hallarmúli.
Nálægar leiðir: Stóra-Laxá, Stóru-Laxárvað, Hlíðarfjall, Skáldabúðir, Illaver, Þjórsárholt, Hamarsheiði, Ásólfsstaðir, Þjófagil, Hagavað.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Jónas Kristjánsson