Fóstrur misnota börn

Punktar

Ljótt er af fóstrum að gefa út yfirlýsingu fyrir hönd leikskólabarna. Það er misnotkun á aðstöðu og misnotkun á börnum. Leikskólabörn geta haft áhyggjur af byggingum í nágrenni leikskóla. En þau gefa ekki út pólitískar yfirlýsingar um það efni eða önnur. Alveg eins og fimm ára börn skrifa ekki minningargreinar um afa sinn og ömmu. Þar bregðast foreldrarnir, sem halda, að þeir geti skrifað og talað fyrir hönd barnanna. Enginn getur komið fram á þennan hátt. Hvort tveggja er óviðeigandi, framtak foreldra og framtak fóstra. Veita þarf tiltal fóstrunum, sem misnotuðu börnin með yfirlýsingu.