Fótum sínum forráð

Punktar

Engum er hleypt á meira ófæra vegi, urð og grjót. Samt missa hestarnir ekki fótanna, jafnvel ekki á tölti. Engar verur þekki ég fótvissari. Eru eins hæfir til síns brúks og venjulegir Íslendingar eru óhæfir til síns brúks. Mannfólkið í landinu kann alls ekki fótum sínum forráð. Ótal dæmi sanna það. Í könnunum biðja kjósendur um ríkisstjórn hrunverja. Í kosningum endurvelja menn forseta úr andrúmslofti ársins 2007, landsins mesta sölumann snákaolíu. Við erum svo sem ekki heimsk í öllu, en mikill meirihluti er heimskur í að sjá pólitískum fótum sínum forráð. Enda eru hestarnir miklu skemmtilegri.