Við göngum Church Street 150 metra niður að Liffey og tökum á okkur 100 metra krók eftir Inns Quay á norðurbakka árinnar.
Hér er dómhöll borgarinnar, Four Courts, reist 1786-1802. Hún ber mikið og koparlagt hvolfþak, sem gnæfir á háu súlnariði yfir umhverfið. Framhliðin að ánni er í grískum musterisstíl með sex súlna riði undir gaflaðsþríhyrningi.
Höllin brann í fallstykkjaárás í borgarastyrjöldinni 1922. Þá eyðilagðist þjóðskjalasafnið, sem var þar til húsa. Hún hefur síðan verið endurreist í upprunalegum stíl.
Næstu skref