Fox varar við búsáhöldum

Fjölmiðlun

Fox er mest notaða sjónvarpsstöðin í Bandaríkjunum. Hún er í eigu Rupert Murdoch fjölmiðlakóngs og er yzt á hægri kantinum. Ber mikla ábyrgð á forheimskun Bandaríkjamanna síðasta áratuginn. Stöðin birti um daginn skrá yfir fimm hættulegustu lönd í heimi. Þau sem Bandaríkjamenn skyldu alls ekki heimsækja. Ísland var eitt af þeim, vegna búsáhaldabyltingar. Fréttin segir margt um áreiðanleika sjónvarpsstöðvarinnar. Hins vegar þýðir ekki að reyna að leiðrétta. Fox leiðréttir sig aldrei. Er eins og Sjálfstæðisflokkurinn.