Frá biðröðum til bankakorta

Punktar

Hjálparstofnun kirkjunnar hefur forustu um að breyta biðröðum í bankakort. Barnafjölskyldur og einstæðir foreldrar þurfa því ekki lengur að bíða í röð eftir matargjöfum. Fá í staðinn úthlutað upphæð í banka til ráðstöfunar í matvöruverzlunum samkvæmt inneignarkortum. Þetta er miklu manneskjulegri aðferð en áður tíðkaðist. Vonandi fylgja aðrar hjálparstofnanir fordæmi kirkjunnar. Nóg eru vandræði fólks, þótt það þurfi ekki að hírast langtímum saman utan dyra í hvaða veðri sem er. Mér finnst eins og sumar aðrir aðilar á þessu sviði hafi notað biðraðir til að auglýsa góðsemi og greiðvikni sína.