Frá hálfri upp í heila

Punktar

Hugsa þarf launaskala í samfélaginu upp á nýtt. Láglaunafólk þarf að geta lifað af daglaunum. Langskólagengið hálaunafólk þarf tvöföld laun láglaunafólksins. Síðan þarf að hnika upp stéttum, sem auðveldlega geta fengið vinnu erlendis, því að þetta litla samfélag hefur ekki efni á spekileka. Loks þarf samfélagið að endurheimta auðlindarentu og auðlegðarskatt greifanna til að hafa efni á nýrri skipan launa. Skalinn þarf að ná frá hálfri milljón brúttó á mánuði upp í eina milljón á mánuði. Þýðir jafnframt, að lækka þarf bankstera og aðra greifa. Standi atvinnurekstur ekki undir launaskalanum, ætti að skipta um forstjórann.