Frá hlerun til birtingar

Fjölmiðlun

Engin leyniþjónusta hefur eins fjölmennt lið og samanlagðar njósnastofnanir Bandaríkjanna. Eina stofnunin, sem gæti látið sér detta í hug að njósna um Alþingi. Bara til að drepa tímann. Síðan fer safn af rugli Sjálfstæðismanna í tölvupósti inn á stórar tölvur í Bandaríkjunum. Þaðan fer það til hundraða þúsunda, sem hafa leyfi til að skoða leyndarskjöl þar í landi. Einn reynist flautublásari, lekur til Wikileaks. Sem birtir svo hægt, að fréttirnar koma fyrst í New York Times. Þetta er hringrás leyndarskjala í nútímanum. Fyrst er það CIA, síðan litli flautublásarinn, svo Wikileaks og loks stórblöðin.