Evrópa kallar á hugarfarsbreytingu lýðræðis. Evrópusambandið þarf að höggva á gallaða innviði, sem fæla fólk frá stuðningi. Einkum þarf sambandið að koma sér upp lýðræði. Gera þingið að valdamikilli stofnun, sem kjósendur telja skipta máli. Koma böndum á embættismenn með því að herða endurskoðun og afgreiðslu reikninga sambandsins. Hætta að gefa út ótal reglugerðir og fara að leita ráða hjá kjósendum. Hætta að styðja hagsmuni þrýstihópa og fara að leiða almenning til áhrifa. Allt snýst það um að breyta sambandi milli firrtra embættismanna í samband milli kjósenda. Að innleiða lýðræði.