Frábær friðarverðlaun

Punktar

Sem einn fárra staðfastra aðdáenda Jimmy Carter Bandaríkjaforseta þykir mér vænt um að einmitt hann hefur fengið friðarverðlaun Nóbels, persónugervingur reisnar mannsandans á erfiðum tímum róttækra stríðsæsingamanna, sem eru að leiða Bandaríkin á rómverska braut til ógæfu alls mannkyns. Á valdatíma Carter urðu Bandaríkin tákn frelsis og reisnar, helzta von þriðja heimsins um bætta framtíð. Enn þann dag í dag er það rödd hans, sem hljómar tærast gegn ofstækismönnum þeim, sem náð hafa völdum í Bandaríkjunum. Sjáið ágæta grein eftir Mark Lawson í Guardian í dag.