Kreppuna hélt ég hátíðlega í Austurindíafélaginu í gær. Hefur verið uppáhald mitt, síðan dofnaði ást mín á vestrænni myndlistar-matreiðslu. Notalegur staður með góðri og faglegri þjónustu austan við bíóhúsið Regnbogann. Einna bezt finnst mér Eru Varuval, risarækjur í flóknu kryddi frá Suður-Indlandi. Og Tanduri Murg, hálfur kjúklingur úr indverskum leirofni, með mintusósu. Aðeins 2.700 krónur. Einnig hef ég dálæti á tvenns konar kryddlegnum kjúklingabitum, Tilvali Murg og Navabi Murg Tikka. Meðalverð forrétta er 1.500 krónur, aðalrétta 3.500 krónur. Þetta er ein bezta matstofa landsins.