Frábært og sanngjarnt

Punktar

Leiðsögubækur Michelin um hótel og veitingastaði hafa áratugum saman verið úreltar. Fyrir þrjátíu árum komu nýfranskar leiðsögubækur Gault-Millau og rústuðu stöðu Michelin. Síðan hefur gamli höfðinginn fetað varfærnislega í átt til nútímans. Enn elskar Michelin fáguð veitingahús í frönskum stíl. Gefur mínusa fyrir frávik í borðbúnaði og skort á handþurrku á framhandlegg þjónsins. Óformlegir staðir hafa fyrir löngu tekið við keflinu og færa okkur betri mat en fínu húsin. Þegar ég nota Michelin, leita ég ekki að stjörnum, heldur að Bib Gourmand tákninu, sem þýðir: Frábær matur á sanngjörnu verði.