Frægasta símtalið

Punktar

Sannfærður um, að heimsfrægt símtal Davíðs Oddssonar og Geirs Haarde í hruninu hafi falið í sér tugmilljarðatjón. Þá örlagaríku daga var tugum milljarða grýtt út í loftið af valdamönnum, sem höfðu hvorki vit né þekkingu. Veit samt ekki, hvor hafði frumkvæði að misráðnum aðgerðum. Tel raunar líklegt, að Davíð hafi ráðið ferðinni, hann var alvitri pabbinn og Geir var ljúfurinn. Ekkert er hægt að fullyrða um þetta, þar sem þetta símtal allra símtala hefur ekki verið birt. Ljóst er þó, að þeir tveir höfðu enga burði til að gegna valdastöðu sinni. Bera þyngsta ábyrgð á tjóni okkar, sem Alþjóðabankinn metur á 748 milljarða króna.