Fyrirtæki á vegum Bjarna Benediktssonar flokksformanns skulda samfélaginu 150 milljarða króna. Stjarnfræðilega summu. Þetta eru félög, þar sem Bjarni sat í stjórn, eða voru í eigu félaga, þar sem hann sat í stjórn. Víða var hann stjórnarformaður. Af 150 milljörðunum hafa 66 milljarðar þegar verið afskrifaðir og restin verður líklega afskrifuð. Bjarni er ekki borgunarmaður fyrir því, sem hann nefnir frábæra stjórn sína á fyrirtækjum. Eftir þennan afrekaferil var hann gerður formaður Sjálfstæðisflokksins. Og þjóðin bíður með öndina í hálsinum eftir tækifæri til að gera hann að forsætisráðherra.