Frændi Íslandskóngs

Punktar

Nýi hæstaréttardómarinn hlaut að vita, hvað hann var að gera, þegar hann sótti um starfið. Hann var ekki að drepa tímann á Selfossi eins og hver annar leiksoppur örlaganna. Þeir, sem hafa minna fram að færa en aðrir umsækjendur, reikna yfirleitt með stuðningi úr annarri átt, pólitíkinni. … Í umræðunni um misbeitingu ráðherravalds við val á dómara í Hæstarétt hefur verið einblínt á framtak ráðherrans, sem var ekki að skara eld að eigin köku. Minna er talað um þann, sem sótti um starfið, þótt hann vissi, að ýmsir mundu sækja um og vera með langtum rismeiri æviferil á umsóknareyðublaðinu. …