Le Fooding veitingastíllinn í Frakklandi brýtur hefðina frá Michelin á bak aftur. Nýi stíllinn tekur mið af almennri vellíðan gesta. Fólki getur liðið vel á skyndibitastað, stílblöndustað eða á Bæjarins beztu. Ekki bara á Noma eða Dill. Fooding er alþýðlegur stíll. Vellíðan getur stafað af góðum mat, góðu umhverfi og stemmningu, nýjungagirni, einlægni og tízkuhyggju. Tímarit og leiðsögurit Le Fooding um Frakkland er svipuð bylting frá 1999 og “Nýja eldhúsið” franska var 1973. Er norræn veitingahús eru árið 2010 að meðtaka franska byltingu frá 1973, eru Frakkar með nýja byltingu í millitíðinni.