Franska ríkisstjórnin heldur sínu striki, þrátt fyrir stanzlausar yfirlýsingar bandarískra ráðamanna um, að Frakklandi verði refsað fyrir andstöðuna við stríðið við Írak. Hún telur, að refsiaðgerðir muni stranda á Heimsviðskiptastofnuninni. Hún neitar að löggilda árásina og hernám Íraks í öryggisráðinu. Hún krefst, að leitin að gereyðingarvopnum verði aftur látin í hendur Sameinuðu þjóðanna, þar sem vopnaleit Bandaríkjanna sem málsaðila sé ekki trúverðug og geti falsað gögn. Hún rekur kraftmikla utanríkisstefnu í þriðja heiminum og selur grimmt franskar vörur og franska þjónustu. Frá þessu segir Elaine Sciolino í New York Times. Spyrjið bara, hvor selji flugvélar grimmt þessa dagana, jafnt í Bandaríkjunum sem í Kína, Airbus eða Boeing.