Nina Bernstein segir í New York Times, að viðhorf Bandaríkjamanna til utanríkismála komi beint úr bíómyndum, þar sem Þjóðverjar séu karlmenn og stríðshneigðir tækjaframleiðendur, en Frakkar séu konur og daðrandi framleiðendur ilmvatna og tízkuvöru. Þjóðverjum sé fyrirgefin andstaðan við bandaríska utanríkisstefnu, þótt hún sé í rauninni jafn hörð og hin franska. Bandaríkjamenn telja, að Þjóðverjar séu í rauninni í hópi góðu strákanna, síðan þeir losnuðu við Hitler, en séu eins og margir fleiri dáleiddir af frönsku daðurdrósinni, sem setji sig ekki úr færi um að draga góða stráka á tálar. Samanburður bíómynda og raunveruleika er á köflum bráðskemmtilega nákvæmur í þessari grein.