Fráleitt álver í Helguvík

Punktar

Fráleitt er að álverið í Helguvík fái að stækka í 360 þúsund tonn. Við eigum ekki orku til að knýja slíkt álver. Virkjanir í neðri hluta Þjórsár eru vafa undirorpnar. Og áætlanir um gufuorku eru of bjartsýnar, gera ekki ráð fyrir rýrnun auðlindarinnar. Við þurfum líka að hafa pláss fyrir netþjónabú og gagnaver, sem veita mun verðmætari vinnu. Álverið í Helguvík er komið langt fram úr sjálfu sér. Ríkisstjórnin og stuðningsflokkar hennar þurfa að segja skýrum orðum, að álverið fái aldrei meira en lágmarksorku. Hugmyndir um 360 þúsund tonn séu langt úti í skógi. Við verðum strax að stinga við fótum.