Fráleitt hjá formanninum

Fjölmiðlun

Ég birti um daginn nokkrar tölur úr launakönnun blaðamanna, sem birtust í Blaðamanninum, tímariti blaðamanna. Þær sýndu, að ómenntaðir blaðamenn hafa að jafnaði 35 þúsund króna hærri laun en þeir, sem hafa BA eða BS gráðu. Formaður félagsins, Arna Schram segir fráleitt hjá mér að halda fram, að menntaðir blaðamenn séu verri en ómenntaðir. Hún færir alls engin rök fyrir því, ekki einu sinni hálf rök. Hún er bara að bulla út í loftið. Ég stakk upp á, að munurinn fælist í lakari íslenzkukunnáttu langskólafólks. Verið getur, að aðrar skýringar séu betri. En Arna kom alls ekki með neina.