Fráleitt er að ímynda sér, að bakvið luktar dyr sé unnt að semja um mikið afsal fullveldis og borgaralega réttinda. Samt taldi Evrópusambandið sér trú um það. Samt taldi Gunnar Bragi Sveinsson ráðherra sér trú um það. Samt taldi Martin Eyjólfsson, sendifulltrúi Íslands í viðræðunum, sér trú um það. Halda átti öllu ruglinu leyndu fimm ár fram yfir gildistöku. Blaðran sprakk svo í andlitið á öllum þessum aðilum. Evrópusambandið er rúið trausti, enginn trúir neinu, sem forstjórarnir segja. Íslenzka utanríkisráðuneytið er rúið trausti, enginn trúir neinu, sem Gunnar Bragi og Martin segja. Nú ber þeim að hætta þessari vitleysu.