Sigríður Andersen hyggst hafa það eins og Nixon. Þegar plöggin fóru að koma í ljós smám saman, hopaði hann úr ytra vígi í innra og hélt vörninni áfram. Það tók ár að losa hann úr embætti. Þá var siðleysið orðið víðtækara en í upphafi máls. Þannig fór líka fyrir Hönnu Birnu Kristjánsdóttur. Ætlaði að þrauka, varð að hopa úr einu vígi í annað unz hún gafst upp eftir ár. Siðleysið var þá orðið mun víðtækara og verra en í fyrstu. Sigríður er tvisvar dæmd í Hæstarétti fyrir ólöglega ráðningu flokksbræðra í Landsrétt. Plögg sýna, að allt ráðuneytið reyndi að hafa vit fyrir henni. En hún hyggst hafa það eins og Nixon, þráast við fram í rauðan dauðann.