Framar villtustu vonum

Hestar

Þúsund og ein þjóðleið seldist framar villtustu vonum mínum og útgefandans. Miklu munaði um bókmenntaverðlaun bóksalanna. Varð efst allra fræðibóka. Auk þess fékk hún harla góðar viðtökur í fjölmiðlum, fjórar og fimm stjörnur. Fyrir allt þetta er ég harla þakklátur. Bókin fjallar um leiðir þjóðarinnar um landið öldum saman. Með kortum og texta reyni ég að flytja göngufólki og hestafólki gömul og ný tíðindi af fjallvegum landsins. Tölvudiskur fylgir með til að auðvelda fólki að koma upplýsingunum inn í staðsetningartæki. Ég vona, að bókin verði mörgum hvatning til að skoða landið betur næsta sumar.