Lítið fer fyrir Bergsson Mathúsi við Templarastund. Sem hver önnur bílgeymsla með rustalegum borðum. Temað er í tízku, enda alltaf fullt hér á matmálstímum. Flestir eru túristar, en heimafólk sækir hingað mat að fara með á skrifstofuna. Maturinn er blanda af góðri matreiðslu og hollum skyndibita. Hér fékkst fiskur dagsins á 2400 kr. Svipað verð og á fínni stöðum og matreiðslan frambærileg, en þó ekki í sama klassa. Meðlæti fólst í bragðdaufum hýðishrísgrjónum, góðu brauði hússins, sítrónusósu og þríeinu hrásalati hússins, sem fylgir öllum aðalréttum. Allt fremur staðlað að hætti skyndibita, en þó var vinaigrette á salatinu. Vel í sveit sett á hlaupum milli valdastofnana samfélagsins. Kræki samt ekki yfir götuna til að komast hingað.