Í fjarveru Ólafs Ragnars Grímssonar gátu handhafar forsetavalds, Geir H. Haarde, Gunnlaugur Claessen og Sólveig Pétursdóttir tekið Flokksákvörðun um að veita Árna Johnsen uppreisn æru, að ósk Björns Bjarnasonar, ráðherra hermála. Flokksákvörðunin er utan við lög og rétt, því að forseti má ekki veita sakamönnum uppreisn æru fyrr en fimm árum eftir að hann hefur tekið út refsingu sína. Aðeins tvö ár eru liðin hjá Árna. En Flokkinn vantar góðan frambjóðanda og því eru lögin brotin af hermálaráðherra og staðgenglum forsetans. Eins og að drekka vatn. Í bananalýðveldinu.