Frambjóðendur verði grillaðir

Punktar

Nú eru prófkjör hafin vegna haustkosninga. Fólk hefur staðið þar eða fallið án þess að gera grein fyrir stefnu sinni og vísa til skjalfestrar stefnu flokksins. Þannig er vandasamt að gera sér grein fyrir, hvernig frambjóðandinn muni haga sér, þegar til kastanna kemur. Kemur að vísu ekki að sök hjá Framsókn og Sjálfstæðis. Þar má ganga út frá því sem vísu, að frambjóðendur ljúgi ævinlega. Flóknara er það hjá öðrum gamalflokkum, þar sem fólk lýgur ekki skipulega og ævinlega. En hjá pírötum er hægt að gera ráð fyrir, að fólk segi satt. Geti líka svarað efnislega spurningum á borð við stjórnarskrá, auðlindarentu og heilsufé.