Framboðskostnað á borðið

Punktar

Eðlilegt er, að kjósendur krefjist upplýsinga um framboðskostnað, bæði þegar fram kominn og heildaráætlun. Þar þarf að vera skipting milli helztu þátta. Og framlög í fríðu, svo sem húsnæði, skrifstofubúnaður, svo og hönnun og prentun. Einnig þarf að vera listi yfir hæstu framlög einstaklinga og fyrirtækja. Sögur ganga um óheyrilega aðild auðgreifa að framboðskostnaði. Eina leiðin til að slá á þær er að leggja fram gögnin. Nýja Ísland ætlast til að framboðskostnaður sé sýnilegur, þótt gamla Ísland hafi sætt sig við leyndarmálin. Krafan er núna: Allur framboðskostnaður liggi opinn fyrir á borðinu, áður en kemur að kjördegi.