Framhjá hliðvörðum fjölmiðla

Fjölmiðlun

Vincent Bugliosi er þekktasti saksóknari Bandaríkjanna, hefur unnið öll morðmál, sem hann hefur sótt. Hann hefur um nokkurt skeið skrifað vinsælar bækur um morðmál. Hin síðasta heitir: The Prosecution of George W. Bush For Murder. Þar rekur hann líkur á, að sækja megi mál gegn forsetanum fyrir fall bandarískra hermanna í Írak. Svo bregður við, að frjálst og óháð sjónvarp Bandaríkjanna hefur ekkert sagt frá bókinni og tæpast nokkurt dagblað heldur. Hefðbundnu fjölmiðlarnir geta þó lítið þaggað, bókin hefur verið rædd í þaula á vefnum. Og hún er komin á metsölulista New York Times.