Vincent Bugliosi er þekktasti saksóknari Bandaríkjanna, hefur unnið öll morðmál, sem hann hefur sótt. Hann hefur um nokkurt skeið skrifað vinsælar bækur um morðmál. Hin síðasta heitir: The Prosecution of George W. Bush For Murder. Þar rekur hann líkur á, að sækja megi mál gegn forsetanum fyrir fall bandarískra hermanna í Írak. Svo bregður við, að frjálst og óháð sjónvarp Bandaríkjanna hefur ekkert sagt frá bókinni og tæpast nokkurt dagblað heldur. Hefðbundnu fjölmiðlarnir geta þó lítið þaggað, bókin hefur verið rædd í þaula á vefnum. Og hún er komin á metsölulista New York Times.