Framhjá Nató

Punktar

Bandaríkin eru að semja við Pólland og Tékkland um að setja þar upp varnir gegn eldflaugum. Þetta er hluti af hnattrænni öryggisregnhlíf, sem byrjað er að setja upp í Kaliforníu og Alaska. Bandaríkin gera þetta framhjá Atlantshafsbandalaginu í beinum samningum við hægri sinnaðar ríkisstjórnir. Þetta fer í taugar ráðamanna í Vestur-Evrópu. Þeir telja, að Nató sé vettvangurinn fyrir svona verkefni. Sumir segja bandalagið vera orðið úrelt eftir lok kalda stíðsins. Beinu samningarnir benda til, að Bandaríkin telji svo vera. Í gær féllst Nató svo á að láta þetta yfir sig ganga.