Framleiða ekki neitt

Punktar

Nútímabankar í fjárfestingum framleiða ekki neitt. Færa bara bókhaldstölur milli reikninga. Allt frá Goldman Sachs til Arion-banka eru þeir a kafi í að fá lögum breytt og fara kringum lög til að magna gróðann af engri framleiðslu. Banksterar stela frá öllum, ríkum og fátækum, jafnvel eigin hluthöfum. Þannig eru bankarnir verstu glæpahringir jarðarinnar. Búa til peninga, sem ekki fela í sér verðmæti, en framleiða í rauninni ekki neitt. Fyrir þetta reikna banksterar stjarnfræðileg laun og bónusa sér til handa. Þeir gera bandalag við pólitíkusa um að breyta heilu ríkjunum í spilavíti áhættufíkla. Afleiðingin er hvert hrunið á fætur öðru.