Framleiða flækju

Punktar

Skattavandi ferðaþjónustunnar felst í litlum fyrirvara á innkomu hefðbundins virðisaukaskatts. Miklu síður í, að greinin geti ekki greitt eðlilegan vask. Enda hafa kvartanir einkum snúist um, að búið sé að tilkynna verðlag næsta árs á alþjóðamarkaði. Hækkun vasksins komi því í opna skjöldu. Taka á tillit til þessa sjónarmiðs og fresta framkvæmdinni til næsta hausts. Hins vegar er óráð að búa til sérstakt þrep fyrir ferðaþjónustu. Óhagkvæmt er að flækja neyzluskatt með fjölgun þrepa. Nær væri að taka upp eitt vaskþrep, til dæmis 22% eða hverja þá prósentu, sem gefur sömu tekjur og núverandi skattheimta.