Framleiða hryðjuverk

Punktar

Fyrir nokkrum árum skrifaði John le Carré rithöfundur eina af spennusögum sína, Absolute Friends, um hryðjuverk, sem vestrænar leyniþjónustur bjuggu til. Skáldskapur er stundum sannari en ímyndaður veruleiki fréttamiðla. Nú hefur þó New York Times birt frétt um, að FBI, bandaríska alríkislögreglan, hafi skipulagt 14 af 22 tilraunum til hryðjuverka eftir 11.09.2001. Hún gerði það með því að leita uppi grunlausa kjána, vopna þá og æsa þá upp til að reyna að fremja hryðjuverk, sem FBI stöðvaði síðan. Tilgangurinn var að ófrægja óvinsæla hópa, svo sem múslima, með hjálp grunlausra fjölmiðla.