Framleiða ofbeldi

Punktar

Þrátt fyrir Michael Moore og Fahrenheit 9/11 er líklegt, að George W. Bush sigri í forsetakosningum Bandaríkjanna. Þótt hann sé illa gefinn trúarofstækismaður í gíslingu auðmanna, heldur hálf þjóðin áfram að styðja hann. Auk þess hefur hann sem spilltur forseti færi á aðgerðum til að efla fylgi sitt. … Ef John Kerry sígur fram úr Bush í skoðanakönnunum, geta Bush og gersamlega siðlausir ráðgjafar hans komið af stað á réttum tíma atburðarás, sem veldur því, að þjóðinni finnist traustast að halla sér að ríkjandi forseta. Þeir geta magnað ótta við hryðjuverk og jafnvel ýtt hryðjuverkum af stað. …