Evrópuráðið birtir í dag skýrslu um svínaflesuna. Sýnir, að lyfjarisinn Roche borgaði ráðgjöfum Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar. Þeir mæltu með, að fólk yrði sprautað gegn svínaflensunni. Í Bretlandi er hafin rannsókn á ferlinu, sem leiddi til gífurlegs kostnaðar. Einkum var notað lyfið Tamiflu, sem Roche framleiðir. Skúrkar málsins eru Fred Hayden prófessor, dr. Arnold Monto og prófessor Karl Nicholson, sem voru á mála hjá Roche. Þegar Alþjóða heilbrigðisstofnunin framkallaði almenna hysteríu, reiddi hún sig á ráðgjöf þeirra. Svínaflensan reyndist vægari en venjuleg flensa. Sjá Guardian.